Handboltastjörnurnar hrindu inn Jólin á föstudaginn þegar stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum var haldinn og stemmingin var stórkostleg. Leikmenn m.fl. kk í handbolta sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Stjörnurnar fengu frábæran liðstyrk í leiknum en Róbert Aron Hostert og Guffi Kristmannsson voru óvæntir leikmenn í leiknum. Það var öllu til tjaldað, ljósasjó, reykur, sirkús mörk og þónokkur leynitrix litu dagsins ljós. Kolbeinn Aron Arnarsson lýsti leiknum af sinni alkunnu snilld eins og honum einum var lagið.
Allur ágóði rann óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja og safnaðist yfir milljón á leiknum. Krabbavörn í Vestmannaeyjum var stofnað árið 1990. Árlega greinast um 10 Vestmanneyingar með krabbameina og árlega þiggja um 25 Vestmanneyingar styrki frá Krabbavörn í Vestmannaeyjum og greiðir félagið um fimm milljónir króna til styrkþega á hverju ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst