Ekki stendur til að leggja niður embættið

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi flokk­syst­ur sína, dóms­málaráðherra Sig­ríði Á. And­er­sen, á Alþingi í gær vegna þess að til stend­ur að fjar­lægja sýslu­mann úr Vest­manna­eyj­um frá og með morgundeginum. Hann kveðst hafa kom­ist að þessu fyr­ir til­vilj­un þegar hann var stadd­ur á flug­vell­in­um í Vest­manna­eyj­um á þriðjudagsmorgun og rakst þar á sendi­nefnd frá dóms­málaráðuneyt­inu.

„Við eft­ir­grennsl­an kom í ljós að hún var þar til að til­kynna heima­mönn­um að frá og með föstu­deg­in­um næsta, ekki á morg­un held­ur hinn, yrði eng­inn sýslumaður í Vest­manna­eyj­um. Hvorki þing­menn kjör­dæm­is­ins né bæj­ar­yf­ir­völd í Vest­manna­eyj­um höfðu hug­mynd um þetta, raun­ar þvert á móti, því að síðasta haust var þeim aðilum gefið til kynna og fengu þau svör, að ein­mitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll.

Hann sagði að í gær­dag hafi svo komið illskilj­an­leg til­kynn­ing frá ráðuneyt­inu þess efn­is að sýslumaður­inn sem var í Vest­manna­eyj­um hyrfi tíma­bundið til annarra starfa. Tíma­bundið yrði sett­ur sýslumaður í Vest­manna­eyj­um án þess þó að vera í Vest­manna­eyj­um, sýslumaður­inn á Suður­landi.

„Og seinna í sömu til­kynn­ingu er sagt að þess­ar breyt­ing­ar séu í sam­ræmi við áform dóms­málaráðherra um stefnu­mörk­un í stjórn­sýslu rík­is­ins og við frum­varp sem seinna yrði lagt fram á yf­ir­stand­andi þingi, sem fæli meðal ann­ars í sér að ráðherra yrði á hverj­um tíma heim­ilt að skipa sýslu­mann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Sam­kvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra heim­ilt að skipa kannski bara einn sýslu­mann yfir allt Ísland til fimm ára og sá yrði ör­ugg­lega í Reykja­vík. Þetta er al­ger­lega óboðleg stjórn­sýsla,“ sagði Páll.

Það á ekki að leggja niður embættið
Dóms­málaráðherra segir að það sé rangt að til standi að leggja niður embætti sýslu­manns­ins í Vest­manna­eyj­um líkt og Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hélt fram í ræðu sem hann flutti á Alþingi í gær. Það sé einnig rangt sem fram kom í ræðu Páls að sér­stök sendi­nefnd á veg­um dóms­málaráðuneyt­is­ins hafi verið gerð út til Eyja.

Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra sagði í sam­tali við mbl.is að hið rétta sé að sýslumaður­inn í Vest­manna­eyj­um muni frá næstu mánaðamót­um taka að sér tíma­bund­in störf fyr­ir sýslu­mannaráð meðal ann­ars í tengsl­um við ákvörðun sem hún hafi tekið síðasta sum­ar í góðu sam­ráði við alla sýslu­menn þess efn­is að farið yrði í gagn­gera skoðun á framtíðar­stefnu­mót­un vegna allra sýslu­mann­sembætt­anna í land­inu.

„Þar til skip­un­ar­tíma henn­ar lýk­ur um næstu ára­mót verður ann­ars sýslumaður af þess­um sök­um sett­ur í Vest­manna­eyj­um,“ seg­ir Sig­ríður. Þannig sé það rangt að eng­inn sýslumaður verði í Eyj­um. „Þannig að þetta er allt meira eða minna rangt.“

Sýslu­mann­sembættið í Vest­manna­eyj­um verði þannig óbreytt með þeim breyt­ing­um þó að sýslumaður­inn á Suður­landi muni gegna því tíma­bundið út árið þar til ákvörðun hafi verið tek­in um annað. Þá sé þess vænst að niðurstaða verði kom­in í þá vinnu sem sýslumaður­inn í Vest­manna­eyj­um sé að fara í með sýslu­mannaráði og dóms­málaráðuneyt­inu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu vegna um­mæla Páls að eng­inn starfsmaður dóms­málaráðuneyt­is­ins hafi farið til Vest­manna­eyja í embættiser­ind­um vegna

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.