Mótmæla harðlega ákvörðun dómsmálaráðherra

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa þar sem þeir mótæla harðlega þeirri ákvörðun
dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir
sýslumanninn á Suðurlandi. Augljóslega væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa
ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í
Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila.

Hægt er að lesa bókunina í heilkd sinni hérna.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.