Bráðaþjónustu þarf að efla til að öryggi íbúa verði tryggt
2. febrúar, 2019

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa varðandi heilbrigðismál í bænum. Þar lýsa bæjarfulltrúar yfir ánægju yfir því að læknum búsettum í Vestmannaeyjum sem starfa á HSU fari fjölgandi og óskandi að sú jákvæða þróun haldi áfram.
Nauðsynlegt er jafnframt að sú grunnþjónusta sem boðið hefur verið upp á hingað til verði áfram til staðar. Þjónusta augnlæknis og sónarþjónusta verði í boði en óviðunandi skortur á þessari þjónustu veldur kostnaðarauka og óþægindum fyrir íbúa. Bæjarstjórn skora á þingmenn og heilbrigðisráðherra að bregðast hið fyrsta við óásættanlegri stöðu hvað sjúkraflug varðar en slíkt hefur ekki verið gert þrátt fyrir svarta skýrslu ríkisendurskoðunar frá 2013 hvað málið varðar. Bráðaþjónustu þarf að efla í sveitarfélaginu til að öryggi íbúa verði tryggt eftir fremsta megni. Bæjarstjórn skora einnig á heilbrigðisráðherra að nýta tækifærin í tækninni og stórefla fjarheilbrigðisþjónustu en slíkt er líklegt til að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, draga úr kostnaði og bæta almenn lífsgæði og heilsufar íbúa.

Yfirmenn HSU og þingmenn kjördæmisins eru hvattir til að beita sér fyrir bættu aðgengi íbúaí Vestmannaeyjum að heilbrigiðsþjónustu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.