3,3 milljarðar í Landeyjahöfn á næstu árum

Langstærstur hluti ríkisfjár sem á að fara í sjósamgöngur í samgönguáætlun fer í Landeyjahöfn. Margar stórar hafnarframkvæmdir eru í pípunum, enda löngu tímabærar. Sótt var um margalt meira fjámagn en fékkst.

Stærsti útgjaldaliðurinn sjósamgöngum tengist Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar fá nýja og langaþráða ferju innan tveggja mánaða sem leysir gamla Herjólf af hólmi. Sérstök 800 milljóna viðbótarfjárveiting er lögð til að rafvæða hana. Svo er Landeyjahöfn. Þangað eiga að fara 3,3 milljarðar á næstu fimm árum, þar af um 730 milljónir í botndælubúnað nú 2019 til að hún geti sinnt hlutverki sínu, sem aðalsamgönguæðin til Eyja. En það eru fleiri hafnir en Landeyjahöfn sem þarf að dýpka. Meirihluti og samgöngunefndar vill setja árlega um 60 þúsund rúmmetra dýpkun í innsiglingunni við Þorlákshöfn í forgang og nota til þess 40 milljónir á ári, rúv greindi frá.

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.