Sigurður Áss sendur í leyfi frá störfum
Sigurður Áss Grétarsson, fyrverandi framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni.

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Samstarfsmönnum hans var tilkynnt um ákvörðunina í gær.

Þessu greindi visir.is frá nú í hádeginu. Samkvæmt heimildum þeirra snýr málið að samskiptavanda innan Vegagerðarinnar sem hefur verið til skoðunar.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist í samtali við Vísi.is, ekki geta sagt til um hve lengi Sigurður yrði frá störfum en reiknað þó ekki með að það yrði í mjög langan tíma. Enn fremur segir hann málið viðkvæmt en stofnunin hafi notið liðsinnis utanaðkomandi sérfræðinga við úrvinnslu þess.

Sigurður Áss er Eyjamönnum vel kunnur enda verið áberandi í allri umfjöllun um málefni Landeyjahafnar og nýs Herjólfs.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.