Besserwisser
9. febrúar, 2019
Gísli Stefánsson

Ég er bölvaður besserwisser. Helstu einkenni þess eru leti við að kynna sér málin til fullnustu áður en ég tjái mig um þau og svo sá gjörningur að vera að hugsa um hvað ég ætla að segja næst, á meðan að annar er að tala, í stað þess að hlusta á viðkomandi. Hluti af þessu er líka það að ég hef alltaf haft gott minni. Ef ég spila eitthvað lag í G-dúr þá man ég alltaf að það var í G-dúr og þegar ég var í skóla þurfti ég einfaldlega að hlusta í tímum og þá var 8 í einkunn nokkuð trygg og því eyddi ég ekki miklum tíma í prófalestur.

Vandi og tæknilegar lausnir
Undanfarið hefur þó farið að halla á þetta minni mitt og besserwisserinn ég var alveg handviss um hvað málið snérist. Þar sem ég rétt rúmlega þrítugur maðurinn gat útilokað elliglöp hlaut þetta að hafa eitthvað með aukið álag að gera og að ég þyrfti bara að skipuleggja mig betur. Ég tók létta rassíu í skipulagsmálum, halaði inn öppum sem samstillast (e. Sync) milli síma og tölvu og minna mig hvenær ég ætti að gera hvað. Þetta var sennilega besta leiðin til að auka vandann því nú gerist ekki neitt nema ég skrái það í minnisforritið, og ef ekkert er á dagskrá þann daginn líður mér samt eins og ég sé að gleyma einhverju.

Heilalaus tímasóun
Að lokum áttað ég mig á því að besserwisser planið hafði klikkað. Ég fór því að horfa í mynstur hefðbundins vinnudags og ég sá að milli allra daglegra verkefna er ekki einn stund án áreitis. Samskiptamiðlar og almenn heilalaus notkun internetsins smýgur á milli allra þeirra verkefna sem í raun skila einhverri framvindu í lífi og starfi. Ég er stanslaust að angra heilann í mér með tilgangslausu áreiti sem bætir mig og þekkingu mína ekki á nokkurn máta. Þetta er fíkn.

Áhrifin
Kostnaðurinn við samskipamiðlafíkn er í mínu tilfelli minni þjálfun fyrir heilann. Ég les færri bækur sem hægir á ímyndunaraflinu og ég horfi meira á bíó, þar sem allt myndrænt er þegar hannað fyrir áhorfandann. Að einbeita sér að einhverju einu verður erfiðara og það sem er mér kannski ömurlegast, ég skapa minni tónlist enda gef ég mér ekki eins mikinn tíma til að spila á gítarinn.

Í fullkomnum heimi
Oft er hægt að ná tökum á fíkn með að fjarlægja áreitið, líkt og fyrir alkóhólistann að hætta að drekka áfengi. Öðru gegnir með samskiptamiðla því þeir sem þá hafa hannað hafa á meistaralegan hátt gert þá ómissandi verkfæri við hin ýmsu störf. Ég t.d. á erfitt með að sjá fyrir mér starf mitt í kirkjunni, þar sem ég vinn mikið með unglingum, án samskiptamiðla. Því þarf að koma reglu á óregluna. Hætta tilgangslausu skrolli, slökkva á tilkynningum og setja sér fastann tíma þar sem maður fer skipulega yfir tilkynningar sem skipta einhverju máli. Það er það sem fullkomna útgáfan af mér myndi gera. Sjáum til. Kannski í fullkomnum heimi. Ef það gengur ekki finnur besserwisserinn sjálfsagt aðra leið.

Gísli Stefánsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst