4-2 tap gegn Fylki í Lengjubikarnum

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu mættu Fylki í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum síðastliðinn laugardag.

Fylkir byrjaði leikinn mun betur og náðu 3-0 forystu eftir aðeins 28 mínútna leik. Með mörkum á sjöttu, áttundu og tuttugustu og áttundu mínútu. Þannig var staðan í hálfleik.

Þegar um 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum bættur þeir svo við fjórða markinu. Eyjamenn bættu þó aðeins stöðunua með marki frá Telmo Ferreira Castanheira á sjötugustu mínútu og svo aftur með marki frá Sigurði Arnari Magnússyni á þeirri áttugustu og sjöttu.

Lokatölur því 4-2 Fylki í vil. Eyjamenn mæta næst Þrótti Reykjavík næstkomandi laugardag 9. mars kl. 14.00 á Eimskipsvelli.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.