Stuðningsmennirnir fyrsta skrefið í að ná dollunni heim
Ester Óskars­dótt­ir
Ester Óskars­dótt­ir er fyrirliði ÍBV

Nú styttist óðum í bikarleikinn hjá stelpunum. ÍBV og Valur spila í undanúrlsitum Coka Cola bikarsins fimmtudaginn 7. mars kl. 18.00 í Laugardalshöll. Nú er mikilvægt að Eyjamenn fjölmenni í höllina og hjálpi stelpunum okkar að komast í úrslitaleikinn. Eyjafréttir heyrðu í Ester Óskarsdóttur og tókum aðeins stöðuna á henni.

Ertu ánægð með gengi liðsins og spilamennskuna í vetur? Já og nei. Byrjuðum tímabilið ágætlega en svo má segja að árið 2019 hafi alls ekki byrjað vel fyrir okkur. Við höfum gert nóg til að halda okkur í topp 4 í deild og bikar en við vitum það að við getum spilað mun betur.

Nú eru þið að fara mæta Val, hvernig lýst þér á að mæta þeim? Bara mjög vel. Við eigum eftir að svara fyrir síðustu tvo leiki á móti þeim þar sem þær fóru með sigur.

Hvernig mundir þú lýsa hinum týpíska leikdegi hjá þér?  Ég er ekki með neina ákveðna rútínu. Ef ég hef tök á þá finnst mér fínt að taka létta lyftingaæfingu á leikdegi, kveikja á kerfinu.

Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli, einhver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV? Það hefur sýnt sig að við eigum án efa bestu stuðningsmennina. Ég hvet Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu og þá sem hafa tök á að fjölmenna á leikinn á fimmtudaginn. Fyrsta skrefið í því að ná dollunni heim eftir áralanga bið.

Hægt er a kaupa miða á leikinn hérna.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.