Herrakvöld ÍBV

Vel lítur út með Herrakvöld ÍBV handbolta sem haldið verður í Golfskálanum 5. apríl n.k.  Halli Hannesar og Gústi Halldórs veislustjórar lofa miklu fjöri.  Jói Pé mun fara yfir það helsta sem gengið hefur á í Eyjum sl. ár og átti að fara leynt.  Þá mun Þorsteinn Guðmundsson mæta og svara loksins  spurningunni eru álfar kannski menn.

Þá verður einnig myndasýning frá handboltapeyjunum, pílukast, púttkeppni o.fl. o.fl.  Þá mun Einar Ottó Högnason stýra sippukeppni með löngu runinni og öllu saman.

Miðarnir renna út og þeir sem vilja tryggja sér miða hafa samband við Sigurð Bragason og Sigurjón Ingvarsson en ekki með neinum þjósti (fara vel að þeim).

Nefndin

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.