Lýðræði í sparifötum
Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins

Á hverjum degi er verið að taka ákvarðanir og þá skiptir máli hvaða forsendur liggja að baki og á hvaða grundvelli ákvarðanirnar eru teknar. Nú er meirihluti bæjarráðs búinn að taka ákvörðun um að hætta við endurbætur á Týsheimilinu, og fara í staðinn í framkvæmdir við stúkuna á Hásteinsvelli. Við stjórnun bæjarfélagsins höfum við nefndir sem eiga að fjalla um ákveðna málaflokka, taka ákvarðanir sem teknar eru fyrir hjá bæjarráði og bæjarstjórn. Nefndirnar gegna grundvallarhlutverki í stjórnsýslu sveitarfélagsins og í nefndir bæjarins veljast gjarnan einstaklingar sem hafa þekkingu og áhuga á þeim málefnum sem viðkomandi nefnd fjallar um. Nefndir ákvarða mál með rökræðu, samningum og stundum atkvæðagreiðslu. Með því að hafa nefndir starfandi að ákveðnum málaflokkum tryggjum við að fleiri skoðanir og sjónarmið fá að heyrast þegar kemur að ákvörðunartöku. Mikilvægasta nefndin í bæjarfélaginu er bæjarráðið, þar mega eingöngu kjörnir aðalmenn í bæjarstjórn sitja. Það merkir þó ekki að aðrar nefndir eigi ekki að fá tækifæri til að fjalla um málefni sem þær eru kjörnar til. Miklu frekar að er bæjarráði berst erindi sem snýr að málaflokki nefndar er eðlilegt að bæjaráð vísaði erindinu þangað og taki málið upp aftur er nefndin hefði fjallað um málið og skilað áliti sínu. Það að bæjarráð taki ákvörðun um mál og geri stefnubreytingar án umfjöllunar í fagnefnd finnst eflaust einhverjum vera þægileg leið til að komast hjá umræðu. En fleirum finnast slík vinnubrögð gerræðisleg og geta á engan hátt kallast lýðræðisleg. Slík vinnubrögð eru jafnframt ólíkleg til að tryggja jafnræði í meðferð á óskum íbúanna og jafnræði í framgang þeirra. Kannski eru til einstaklingar sem finnst fara best á að láta meirihluta bæjarráðs fara með allt ákvörðunarvald. En við búum í lýðræðissamfélagi og eigum við ekki að ræða málin fyrst áður en ákvarðanir eru teknar?

Hrópleg mótsögn á fundi bæjarráðs
Á fundi bæjarráðs 19. mars á þessu ári var samþykkt að taka þátt í íbúasamráðsverkefni. Í því felst að sjónarmið íbúa fái að komast að áður en ákvarðanir eru teknar. Á sama bæjarráðsfundi var ákveðin mikil stefnubreyting á uppbyggingu íþróttamannvirkja. Eitt af kjörorðum H-lista fyrir kosningar var „aukið lýðræði“ en það eru greinilega aðeins orðin tóm. Í bæjarráði var tekin ákvörðun án umræðna í þeim nefndum er eiga að fjalla um málið áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Og þrátt fyrir að í breytingunni felist mögulega niðurrif húss, bygging annarra mannvirkja, auk breytinga á skipulagi. Það skýtur skökku við að taka slíkar ákvarðanir í einu af minnsta ráði bæjarins án þess að umræður fari fram í fagnefndum og ekkert íbúasamráð viðhaft. Þrátt fyrir að á sama fundi var verið að setja slíkt samráð í sparifötin af meirihlutanum. Það skiptir engu hvort okkur finnist málefnin sem verið er að taka ákvörðun um verðug eða ekki, við verðum að fylgja góðum stjórnsýsluháttum og lýðræðishefðum í verkum okkar og það hefur meirihlutinn alls ekki gert í þessu máli.

Helga Kristín Kolbeins
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.