Bæjarráð tók í vikunni fyrir erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðareiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Bæjarráð er sammála flutningsmönnum tillögunnar um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reyljavíkurflugvallar og þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið. Ríkir almannnahagsmunir felast í greiðum samgöngum og staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur mikla þýðingu í því sambandi. Því er mikilvægt að þjóðin öll eigi þess kost að hafa áhrif á staðsetningu flugvallarins á höfuðborgarsvæðinu, segir í bókun.