BEST, Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda, í samstarfi við Goslokanefnd óskar eftir framlögum í samkeppni um nýtt Goslokalag fyrir hátíðina 2019.
Skilafrestur er til og með miðvikudeginum 1. maí.
Framlag skal sendast á best.eyjar@gmail.com sem hljóðskjal (mp3, wav, wma, aac eða sambærilegt) ásamt texta og hljómsetningu þess. Útskrifuð laglína á nótum er vel þegin.
Þeir sem þurfa aðstoð við koma lagi sínu á hljóðform eða hafa aðrar fyrirspurnir er bent á að beina fyrirspurnum á netfangið best.eyjar@gmail.com eða í síma 849-5754.
Fimm manna valnefnd tilnefnd af BEST og Goslokanefnd mun svo velja Goslokalagið 2019 úr innsendum framlögum.
Sigurlagið verður útsett og hljóðritað í samkomulagi við höfunda og frumflutt um miðjan júnímánuð á ljósvakamiðlum og interneti.
Hér að neðan má hlýða á Goslokalagið 2018 eftir Björgvin E. Björgvinsson í flutningi Söru Renee Griffin
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst