
Töluverðar breytingar hafa orðið á fæðingarhjálp á Íslandi síðustu áratugina. Fæðingastöðum hefur fækkað og þjónustustig breyst. Árið 2010 var sólahringsskurðstofuþjónustu hætt við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) á Selfossi og á sama tíma breyttist þjónustustigið þar. Árið 2013 var svo sólahringsþjónustu við fæðingadeild Vestmannaeyja hætt. Árið 2007 gerði Landlæknisembættið leiðbeiningar um val á fæðingastað og þar er fæðingastöðum á landinu skipt niður frá A-D.
A-fæðingastaður: Landspítali Háskólasjúkrahús, sérhæfð deild fyrir áhættumæðravernd og áhættufæðingar. Vökudeild frá 22 vikum.
B-fæðingastaður: Sjúkrahúsið á Akureyri, sérhæfð deild fyrir áhættumæðravernd og áhættufæðingar. Vökudeild frá 34 vikum.
C- fæðingastaður: Akranes, Ísafjörður, Neskaupsstaður. Sólahringsþjónusta á skurðstofu, millistærð af fæðingadeild.
D- fæðingastaður: Selfoss, Vestmannaeyjar, Keflavík, heimafæðingar. Fæðingadeild á heilbrigðisstofnun þar sem konum í eðlilegri meðgöngu og fæðingu eiga þess kost að fæða. Ekki skurðstofuþjónusta. Heimafæðingar eru einnig flokkaðar sem D fæðingastaður.
Á meðgöngunni er það hlutverk ljósmæðra að meta það hvort konur séu í eðlilegri meðgöngu eða hvort einhverjir áhættuþættir séu til staðar og þá hvort það séu áhættuþættir sem hafa áhrif á það hvar kona megi fæða. Í leiðbeiningunum frá Landlækni þá eru helstu ástæður þess að konur eiga þess ekki kost að fæða á fæðingastað D (HSU) eftirfarandi: Langvarandi sjúkdómar, vaxtarseinkun barns, fæðing fyrir 37 vikna meðgöngu eða eftir 42 vikna meðgöngu, ef framkalla þarf fæðingu, ef kona hefur áður farið í keisaraskurð eða ef blætt hefur óeðlilega í fyrri fæðingu.
Einnig getur þurft að flytja konu í fæðingu ef upp koma vandamál í fæðingunni og eru helstu ástæður þessi: Fósturstreita, óeðlileg blæðing, þörf á mænurótardeyfingu, hiti í fæðingu eða legvatn farið í meira en 24 tíma og sótt ekki góð.
Nýjustu rannsóknir hafa sýnt að konur sem eru í eðlilegri meðgöngu og fæðingu eru með betri/jafngóða útkomu úr fæðingum ef þær fæða á ljósmæðrarekinni einingu eða heima heldur en ef þær fæða á hátæknisjúkrahúsi.
f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir HSU.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.