
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands auglýsti fyrir nokkru stöðu forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands lausa til umsóknar. Alls sóttu fjórir einstaklingar um starfið, allt karlar. Eftir mat á umsækjendum hefur stjórn Náttúrustofunnar ákveðið að ráða Erp Snæ Hansen til að gegna stöðunni. Erpur Snær er líffræðingur að mennt. Hann lauk BS prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1993, viðbótarári í sömu fræðum við Háskóla Íslands árið 1995, meistaragráðu í líffræði frá University of Missouri í Bandaríkjunum 1998 og doktorsprófi (Ph.D.) í líffræði frá sama skóla í Bandaríkjunum árið 2003.
Erpur Snær hefur starfað á Náttúrustofu Suðurlands allt frá árinu 2007, lengst af sem sviðsstjóri vistfræðirannsókna. Síðustu 12 mánuði hefur hann gegnt starfi forstöðumanns stofunnar eftir að forveri hans lét af störfum 1. mars 2018. Auk þess hefur Erpur Snær gegnt ýmsum hliðarstörfum, t.d. sem fulltrúi Íslands í starfshópi sjófuglasérfræðinga á vegum Norðurheimskautsráðsins og sem aðal- og meðleiðbeinandi fjölda mastersnema í líffræði. Þá hefur Erpur Snær ritað fjölda vísindagreina, stjórnað mörgum rannsóknum, sérstaklega á sviði sjófugla, og haldið fjölmörg erindi á sínu fræðasviði.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.