ÍBV með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Stelpurnar í ÍBV eru komnar með bakið upp við vegg í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir tap gegn Fram í gærkvöldi. Fram leiðir nú einvígið með tveimur sigrum gegn engum og geta klárað það á fimmtudaginn kemur í Safamýrinni.

Fram byrjaði leikinn mun betur, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var komið með 3-9 forystu eftir fjórtán mínútna leik. Sóknarleikur ÍBV lagaðist þegar leið á hálfleikinn og náðu tvívegis að koma muninum niður í eitt mark. Framstúlkur skiptu hins vegar aftur um áður en fyrr hálfleikur kláraðist og leiddu 14-20 þegar gengið var til leikhlés.

Síðari hálfleikur var svo meira af því sama, hélt Fram undirtökunum allan leikinn og náði mest í átta marka forskoti. Lokatölur 29-34 Fram í vil, þær þurfa því aðeins einn sigur til viðbótar til að klára einvígið.

Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með 8 mörk. Aðrir markaskorarar voru Greta Kavaliauskaite – 6, Arna Sif Pálsdóttir – 6, Sunna Jónsdóttir – 3, Sandra Dís Sigurðardóttir – 3, Karolína Bæhrenz Lárudóttir – 2 og Kristrún Hlynsdóttir – 1. Andrea Gunnlaugsdóttir varði átta skot í marki ÍBV.

Þriðja viðureign liðana fer fram í Safamýrinni á fimmtudaginn kl. 18.30 og dugir Eyjastúlkum ekkert annað en sigur ellegar sumarfrí framundan.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.