Vegna lokunar Landeyjarhafnar hefur stjórn og framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., óskað eftir viðbótarstyrkveitingu frá Vegagerðinni vegna aðstæðna. Fjórum aukaferðum verður viðkomið í siglingaráætlun til Þorlákshafnar á vegum félagsins, tvær ferðir fyrir páskana og tvær ferðir eftir páskana.
Vegagerðin hafi fallist á að styrkja þrjár ferðir. Fyrir það ber að þakka. Þrátt fyrir það mun Herjólfur sigla fjórar aukaferðir um páskana.
Ferðirnar hafa ekki verið tímasettar en munu birtast við fyrsta tækifæri á heimasíðu, á facebook – Vestmannaeyjaferjan Herjólfur – Westman Island ferry og á bókunarsíðu félagsins.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.