Komu mjaldra-systranna, Litlu-Gráar og Litlu-Hvítar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að mjaldrarnir komi ekki fyrr en í maí eða jafnvel júní.
Á föstudaginn var ákveðið að fresta komu mjaldranna vegna veðurs og lokunar Landeyjahafnar en unnið var að því að koma þeim til landsins sem fyrst.
Mjaldrarnir áttu að koma til landsins klukkan níu í dag með sérútbúinni flutningavél Cargolux en ljóst er að ekkert verður úr því. Dýpkun Landeyjahafnar er enn ólokið og olli það mestu um frestunina ásamt slæmri veðurspá. Aðstandendur verkefnisins, Merlin Entertainment og góðgerðarsamtökin Sealife Trust, treysta mjöldrunum ekki til að þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja, en sú sigling getur tekið þrjá tíma en sigling úr Landeyjahöfn tekur að jafnaði um hálftíma, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.