Brösuleg byrjun ÍBV í Pepsi Max-deild karla

ÍBV átti ekki draumabyrjun í Pepsi Max-deild karla er þeir tóku á móti Fylki á Hásteinsvelli í fyrsta leik sumarins.

ÍBV spilaði 5-3-2 og var þannig skipað: Mark: Halldór Páll Geirsson. Vörn: Diogo Coelho, Sigurður Arnar Magnússon, Gilson Correia, Telmo Castanheira, Matt Garner (Evariste Ngolok 80). Miðja: Priestley Griffiths (Guðmundur Magnússon 54), Sindri Snær Magnússon, Jonathan Franks. Sókn: Jonathan Glenn, Víðir Þorvarðarson (Felix Örn Friðriksson 71).

Liðin fóru rólega inn í leikinn og fór hann að mestu fram á miðjunni fyrstu 30 mínúturnar. Ásgeir Eyþórsson kom Fylki yfir á 40. mínútu eftir mistök Halldórs Páls Geirssonar, markvarðar ÍBV. Önnur mistök í vörn ÍBV fimm mínútum síðar enduðu með sjálfsmarki Sigurðar Arnars Magnússonar í blálok síðari hálfleiks. Staðan því 0-2 þegar gengið var til leikhlés.

Eyjamenn reyndu að færa sig ofar á völlin í síðari hálfleik en Fylkismenn náðu að bæta við marki á 57. mínútu. ÍBV átti nokkur ágæt skot á markið undir lok leiksins en náðu þó ekki að minnka muninn. Lokatölur því 0-3 Fylki í vil.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.