ÍBV sló bikarmeistara Stjörnunnar út eftir framlengdan leik

ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarkeppni karla nú í kvöld.

Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið sýnu fínan leik. Eyjamenn áttu þó ef eitthvað er fleiri hættuleg færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja.

Stjörnumenn byrjuðu framlenginguna af miklum krafti en náðu þó ekki  að rjúfa varnarmúr Eyjamanna. Það var ekki fyrr en á 114. mínútu að dróg til tíðinda þegar hin ungi og efnilegi Eyþór Orri Ómarsson nýtti mistök í vörn Stjörnunnar og náði góðu skoti á markið sem var varið. Óskar Elías Zoega Óskarsson fylgdi vel á eftir og skoraði með bylmingsskoti. En bæði Óskar og Eyþór komu inn á sem varamenn í dag. Óskar á 77. mínútu og Eyþór á þeirri 106.

Stjarnan náði ekki að svara þessu og lokatölur því 1-0 ÍBV í vil. Það er því ljóst að Eyjamenn verða með í 16-liða pottinum en bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr leik.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.