ÍBV nældi sér í sitt fyrsta stig í gær í Pepsi Max-deildinni er þeir gerðu 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli.
Sigurjón Rúnarsson leikmaður Grindavíkur fékk slæma byltu á 9. mínútu eftir harkalegt samstuð við Guðmund Magnússon sóknarmann ÍBV. Hann lá óvígur eftir á vellinum og var hlúð að honum í 20 mínútur þar til hann var fluttur á brott með sjúkrabíl til frekari skoðunar. Betur fór en áhorfðist og meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.
Lítið markvert gerðist í leiknum fyrr en í uppbótatíma fyrra hálfleiks sem hljóðaði upp á heila 21 mínútu. Á fyrstu mínútu uppbóta tímans skorað Víðir Þorvarðarson glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, smurði boltann í samskeytin. Og fyrsta mark sumarsins hjá ÍBV því staðreynd. ÍBV skorðai aftur 5 mínútum seinna en reyndar í sitt eigið mark. Gilson Coelho með misheppnaða hreinsun sem endaði í eigin marki. Á síðustu mínútu uppbótatímans endurguldu Grindvíkingar greiðan og potuðu boltanum í eigið mark. Staðan í hálfleik því 2-1 ÍBV í vil.
Á 15. mínútu síiðar hálfleiks kom svo loka mark leiksins er Aron Jóhannsson skoraði nánast alveg eins mark og Víðir hafði gert í fyrri hálfleik. Smurði hann í samskeytin beint úr aukaspyrnu. Lokastaðan 2-2.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst