ÍBV úr leik eftir tap á Ásvöllum

Oddaleikur undanúrslita rimmu ÍBV og Hauka fór fram á Ásvöllum í gær. Fjölmargir Eyjamenn fylgdu liði sínu í Hafnarfjörðinn og stemningin frábær.

Haukar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fjögurra marka forystu strax á 7. mínútu. ÍBV vann sig jafnt og þétt inn í leikinn en komst aldrei nær en eitt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Haukar náðu þó að svara áður en flautað var til leikhlés, staðan 13-11 Haukum í vil.

Haukar héldu áfram af sama krafti í þeim síðari ok héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var staðan 27-21 Haukum í vil. Eyjamenn vöknuðu þá til lífsins og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk 28-26. Nær komust þeir ekki og spilar þar stóran part frábær frammi staða Grétars Ara Guðjónssonar, markmanns Hauka en hann varði 19 skot í leiknum. Lokatölur 29-26 Haukum í vil og Haukar því á leið í úrslit gegn Selfossi.

Markahæstur í liði ÍBV var Elliði Snær Viðarsson með 6 mörk. Aðrir markaskorarar voru Sigurbergur Sveinsson 5 – Kristján Örn Kristjánsson 4 – Dagur Arnarsson 3 – Gabríel Martinez 3 -Hákon Daði Styrmisson 2 / 2 – Róbert Sigurðarson 1 – Fannar Þór Friðgeirsson 1 / 1 – Friðrik Hólm Jónsson 1. Björn Viðar Björnsson varði 10 skot í markinu þar af tvö víti. Haukur Jónsson varði 6.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.