Eins marks tap gegn KR á Meistaravöllum

ÍBV mætti KR í Meistaravöllum í leik í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi.

KR byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu eftir aðeins 14. mínútna leik. Á 37. mínútu fékk leikmaður KR, Laufey Björnsdóttir sitt annað gula spjald og því rautt eftir klaufaleg brot. Þrátt fyrir að vera einni færri á vellinum bættu heimamenn við marki á lokamínútu hálfleiksins. Staðan því 2-0 í hálfleik.

Eyjastúlkur mættu mun betur stemmdar inn í síðari hálfleikinn og pressuðu stíft enda manni fleiri. Þær áttu nokkur skot í slá og bjargaði KR á línu í eitt skiptið. Það var hinsvegar ekki fyrr en á 78. mínútu að Cloé Lacasse minnkaði muninn fyrir ÍBV.

ÍBV gaf allt í lokasprettinn til þess að freista þess að jafna. Þrátt fyrir mikla pressu fór boltinn ekki inn og lokatölur því KR 2, ÍBV 1.

Stelpurnar sitja því í sjöunda sæti með þrjú stig að loknum fjórum umferðum. Næsti leikur ÍBV er gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli á mánudaginn 27. maí kl. 18.00

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.