Ævintýralegur dagur í sögu Vestmannaeyja
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Í dag er merkisdagur fyrir Vestmannaeyjar þegar Litla Grá og Litla Hvít munu flytjast búferlum til Vestmannaeyja og dvelja til framtíðar í griðarstað hvala í Klettsvík.

Ótrúlegt en satt
Verkefnið sem var leitt áfram hjá Vestmannaeyjabæ af þáverandi bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, Elliða Vignissyni og Páli Marvin Jónssyni virtist í upphafi of gott til að vera satt. Þeir félagar náðu samningum við við erlent stórfyrirtæki í skemmtanaiðnaði, Merlin Entertainment, breskt fyrirtæki sem er það næststærsta í heiminum á eftir Disney, um uppbyggingu sædýrasafns og griðarstaðar hvala. Mikil samstaða og traust var í bæjarstjórn um verkefnið sem halda þurfti mikinn trúnað um á fyrstu metrunum, þó væntanlega hefði enginn trúað slíkum fregnum á sínum tíma, enda áttum við sjálf erfitt með það.

Einstakt dýravelferðarverkefni á heimsvísu
Í dag er afrakstur mikillar vinnu, samningagerðar og undirbúnings loksins að líta dagsins ljós og hafa fjölmargir komið að þessu sögulega og einstaka verkefni í sögu dýravelferðar á alþjóðavísu. Tækifærin í tengslum við verkefnin og afleidd áhrif verða mikil fyrir samfélagið og væntanlega ómetanleg en nú þegar hefur verkefnið skapað fjölmörg störf við að koma safninu, hvalalauginni og kvínni í gagnið.

Sérstaða Vestmannaeyja styrkist enn frekar
Vestmannaeyjar verða einn af fáum stöðum, hugsanlega sá eini í heiminum þar sem að þú getur séð hval, klappað lunda og gengið á eldfjöll í sömu heimsókninni. Ég óska þeim þeim sem komið hafa að verkefninu með einum eða öðrum hætti innilega til hamingju með daginn, ég óska Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum innilega til hamingju með nýju íbúana og veit að þeim verður einstaklega vel tekið.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.