Heilsuefling fyrir 65 ára og eldri í Vestmannaeyjum
Verkefnið fer af stað af fullum krafti í Vestmannaeyjum í lok sumars og eru tengiliðir við verkefnið í Vestmannaeyjum þau Óla Heiða Elíasdóttir og Erlingur Richardsson.  Að verkefninu koma auk Vestmannaeyjabæjar, Janusar og tengiliðanna, félag eldri borgara, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Líkamsræktarstöðin Hressó.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta-og heilsufræðingur skrifuðu undir samstarfssamningin í dag.

Í dag undirrituðu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta-og heilsufræðingur samstarfssamning um heilsueflingar-og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling eldri aldurshópa“

Fyrirmynd af verkefninu er doktorsverkefni dr. Janusar Guðlaugssonar íþrótta-og heilsufræðings.  Í verkefninu var sýnt fram á að með markvissri þátttöku í fyrirbyggjandi heilsueflingu eldri aldurshópa má bæta hreyfigetu 70-90 ára einstaklinga, auka afkastagetu þeirra, sér í lagi þol, styrk og hreyfigetu, bæta lífsgæði hinna eldri og koma í veg fyrir hreyfiskerðingu.  Einnig var sýnt fram á mjög jákvæð áhrif við að draga úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.  Erlend rannsóknarverkefni leiða einnig líkum að því að með aukinni og markvissri hreyfingu megi draga úr sjúkdómum sem hafa áhrif á heilastarfsemi eins og heilabilun og Alzheimer.  Þessir sjúkdómar eru vaxandi áhyggjuefni samfélaga á næstu árum þegar kemur að heilbrigði og heilbrigðisvanda næstu ára og áratuga.

Verkefnið fer af stað af fullum krafti í Vestmannaeyjum í lok sumars og eru tengiliðir við verkefnið í Vestmannaeyjum þau Óla Heiða Elíasdóttir og Erlingur Richardsson.  Að verkefninu koma auk Vestmannaeyjabæjar, Janusar og tengiliðanna, félag eldri borgara, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Líkamsræktarstöðin Hressó. Nánari kynning á verkefninu verður auglýst síðar.  „Við væntum góðrar þátttöku Vestmannaeyjinga í þessu frábæra verkefni þeim til hagsbóta og betri heilsu,“ segir í tilkynningu.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.