„Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019 við mbl.is
Hlýsjórinn sunnan og vestan við landið hefur hlýnað. Selta sjávar á þessum slóðum er enn talsvert undir meðallagi líkt og síðustu fjögur ár. Hiti og selta sjávar fyrir norðan land mældust nú yfir meðallagi.
Makríll var kominn upp að landi við Keflavík á föstudaginn var, að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun. „Ég fékk hringingu um leið og þar sást vaðandi makríll,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að útlitið nú væri svipað og síðustu ár. Makrílveiðar eru hafnar við Vestmannaeyjar og Grænlendingar eru byrjaðir að veiða vestan við miðlínuna.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.