ÍBV á hraðri leið í 1. deild eftir tap gegn Fylki

ÍBV sótti Fylki heim í árbæinn í leik í Pepsi Max-deild karla  í gær.
Fylkismenn byrjuðu leikinn mun betur og uppskáru mark strax á 12. mínútu þegar Kolbeinn Aron Finnsson átti glæsilegt skot utan teigs sem rataði upp í samskeytin.
Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi sínt ágætis leik í lok og jafnvel verið sterkara liðið í enda fyrri hálfleiks, tókst Fylkismönnum að bæta við marki fyrir lok hálfleiksins. Staðan því 2-0 heimamönnum í vil í hálfleik.

ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn af ágætis krafti en náðu þó ekki mörgum skotum á markið. Krafturinn dvínaði þó þegar leið á hálfleikinn og Fylkismenn gátu leift sér að slaka á. Benjamin Prah var nálægt því að skora fyrir ÍBV á 78. mínútu þegar hann slapp einn í gegnum vörn heimamanna en Stefán Logi varði vel í markinu.
Það voru hinsvegar Fylkismenn sem náðu að skora þriðja markið eftir mistök í vörn Eyjamanna á 84. mínútu. Öruggur 3-0 sigur Fylkis því staðreynd.

Það er alveg óhætt að segja að ÍBV stefnir þráðbeint niður í 1. deild með þessu áframhaldi. Eftir þrettán leiki er aðeins kominn einn sigur, tvö jafntefli og 10 tapaðir leikir. Með aðeins fimm stig og sjö stig í næstu lið fyrir ofan sem eru Víkingur R og KA.
Aðspurður í spjalli á mbl.is sagðus Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, ekki spá mikið í því. „Ég veit ekki hvað liðin fyr­ir ofan eru með mörg stig. Við erum bara með fimm stig og á meðan við fáum ekki stig, nálg­umst við ekki neinn. Við þurf­um að fá fullt af stig­um í viðbót, en við erum ör­ugg­lega ná­lægt því að falla. Þetta er ekki töl­fræðilega búið, svo við höld­um bara áfram,” sagði Sindri Snær.

Næsti leikur ÍBV er í Grindavík næstkomandi sunnudag 28. júlí kl. 16.00.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.