Ákveðið hefur verið að setja eldri Herjólf í rekstur yfir Þjóðhátíðina. Ferjan mun sigla samhliða nýju ferjunni á föstudaginn og mánudaginn. Farin verður ein ferð hvorn dag. ÍBV mun annast sölu í ferjuna á vefsvæðinu dalurinn.is. – Miðar fyrir faratæki verða seldir á herjolfur.is og í síma 4812800.
Salan á miðunum hófst núna í morgun. Brottför á föstudaginn frá Landeyjahöfn er kl. 13:00 og brottför frá Vestmannaeyjum á mánudaginn er kl. 11:30.
„Það hefur verið markmið Herjólfs OHF að sinna samgöngum frá og til Vestmannaeyja eins best og mögulegt er á hverjum tíma. Þessi þjónustuaukning hefði ekki tekist nema með samstilltu átaki starfsmanna og áhafnar félagsins. Með þessari ráðstöfun er verið að bregðast við auknum þunga á samgöngukerfið milli lands og Eyja þessa daga,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.