Sláandi niðurstöður
Tryggvi 222+
Tryggvi Hjaltason

„Ég er búinn að bíða og vona í 6 ár. Á morgun, fimmtudag, munu menntamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason og háskólamálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynna um afrakstur af umfangsmikilli úttekt á stöðu drengja og tillögur í átt að bjartri framtíð drengja í íslensku menntakerfi,“ segir Tryggvi Hjaltason á Facebooksíðu sinni um kynningarfund um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu á morgun, fimmtudag kl. 13:30–14:15 á Reykjavík Natura (Sal 1) að Nauthólsvegi 52.

Ég leiddi þessa vinnu fyrir ráðuneytin og mun kynna helstu niðurstöður og þær eru svo vægt sé til orða tekið sláandi. Við munum fara yfir hver staðan er, af hverju hún er svona og síðan kynna lausnalandslag.

Ég er óendanlega þakklátur ráðherrunum fyrir að leggja áherslu á þetta mein í okkar samfélagi og öllu því magnaða fólki sem ljáði úttektinni krafta sína og þekkingu, það voru yfir 100 manns. Allir eru velkomnir að mæta á kynninguna,“ segir Tryggvi.

„Lakari frammistaða og aukið brottfall drengja úr námi hafa verið í umræðunni á undanförnum árum og þróunin neikvæð. Á fundinum verður kynnt viðamikil úttekt á stöðunni út frá nýjum og fyrirliggjandi gögnum þar sem rýnt er í áhrifaþætti og sóknarfæri,“ segir í fréttatilkynningu.

Dagskrá:

13:30   Ávarp – Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

13:35   Staða drengja í menntakerfinu – Tryggvi Hjaltason, skýrsluhöfundur

14:00   Ávarp – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

14:05   Ný stofnun – hlutverk og framtíðarsýn – Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

14:10   Lokaorð

Úttektin er unnin að beiðni mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur staðið yfir síðustu 18 mánuði og byggja niðurstöðurnar á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir 100 aðila í menntakerfinu. Skýrsla um niðurstöðurnar og tillögur til úrbóta verður birt í kjölfar kynningarfundar.

Ráðherrar og aðrir framsögumenn verða til viðtals að fundi loknum.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.