Norrænir saksóknarar í Eyjum
aðsend mynd

Árlegur samráðsfundur efnahagsbrotadeilda á norðurlöndum fór fram í Vestmannaeyjum í vikunni. Fundurinn er haldinn til þess að forsvarsfólk í greininn á norðurlöndum geti farið yfir það sem efst er á baugi er hverju sinni í rannsóknum og saksókn. Farið ef yfir mismunandi tilviksrannsóknir (e. case study) og miðlað á milli landa hvernig brugðist er við í hverju máli með mismunandi lausnum. „Þetta eru mjög gagnlegir fundir, heldur óformlegir að því leiti að hér er talað í hreinskilni og opinskátt eftir sem áður er farið eftir formlegri dagskrá,“ sagði Ólafur Þór Hauksson héraðsaksóknari í samtal við Eyjafréttir.
Ísland heldur fundinn fimmta hvert ár og er þá sú venja höfð á að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið í annað hvert skipti. „Okkur þótti upplagt að fara með hópinn til Eyja. Allur aðbúnaður er góður og margt að sjá og skoða innan seilingar. Mikil ánægja er meðal gesta með aðbúnað á Hótel Vestmannaeyjum og veitingarnar hjá Einsa Kalda og á Slippnum sem og allan annan aðbúnað. Það var mjög sterk upplifun að fara með fólkið í Eldheima og á nýja hraunið þessir atburðir standa okkur nærri og gerir það að verkum að þessi ferð gleymist seint,“ sagði Ólafur að lokum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.