Vestmannaeyjahlaupið næsta laugardag

Vestmannaeyjahlaup verður haldið næstkomandi laugardag 7. september. Boðið verður upp á 5, 10 og 21 km. Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina. Hálfmaraþonið hefst kl. 12:30 en 5 km og 10 km kl.13:00. Sameiginleg upphitun fyrir 5 og 10 km. hefst kl. 12:35.

Magnús Bragason einn af forsvarsmönnum hlaupsins segir skráiningar ganga vel miðað við fyrri ár en margir skrái sig í vikunni fyrir hlaup. Skráning er á hlaup.is
https://hlaup.is/

Frítt er í Herjólf fyrir einstaklinga fram og til baka (200 frímiðar í boði). Ferðirnar fyrir hlaupara eru kl.10:45 frá Landeyjarhöfn og kl.18:15 frá Vestmannaeyjum. Listi með nöfnum þeirra sem panta Herjólfsferð verður í Landeyjarhöfn og í Vestmannaeyjum þannig að nóg er að sýna skilríki til að komast í ferðina.

Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 6. september. Þeir sem koma með Herjólfi samdægurs sækja gögn í Íþróttamiðstöð kl.11:30

Nýjustu fréttir

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.