Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo fór fram í Laugardalshöll um helgina. Sýningin var haldin í fyrsta sinn 2016 og hlaut hún einróma lof bæði gesta og sýnenda. Tilgangur sýningarinnar var að finna flöt fyrir bæði fagaðila og áhugafólk til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi undanfarinna ára.
Meðal sýnenda var t.a.m. Vestmannaeyjahöfn sem og nokkur fyrirtæki sem með starfstöðvar í Eyjum. Meðal gesta sem sóttu sýninguna voru hinsvegar fjölmargir Eyjamenn enda ávallt verið áberandi í sjávarútveginum.
Okkar maður Óskar Pétur lét sig ekki vanta og að sjálfsögðu var hann með myndavélina í farteskinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst