Sigurleif Kristmannsdóttir hefur verið ráðin sem nýr umsjónarmaður Frístundar í GRV Hamarskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar.
Sigurleif er menntuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur starfað í nokkur ár sem frístundaleiðbeinandi og aðstoðarforstöðumaður á frístundaheimili. Sigurleif hefur þegar hafið störf og sér um sumarfjörið í sumar þar sem mörg ævintýri bíða krakkanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst