„Þurfti heilt eldgos að ég færi héðan“
16. júlí, 2024
Sunna Árnadóttir. Eyjafréttir/Eyjar.net: SSÖ

Fyrr í mánuðinum minntumst við þess að 51 ár er liðið frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Eins og venja er fyrir var haldið upp á þau tímamót með prompi og prakt. Síðasta áratuginn hefur spákonan Sunna Árnadóttir spáð fyrir gestum og gangandi á Goslokahátíð í Eymundsson, bæði í spil og bolla. Blaðamaður leit inn til Sunnu og lét spá fyrir sér.

„Það þurfti alveg heilt eldgos að ég færi frá Vestmannaeyjum, en ég ætlaði aldrei að fara héðan“ segir Sunna sem flutti til Kópavogs í gosinu. Hún flutti því næst norður til Akureyrar með eiginmanni sínum, Gunnari St. Gíslasyni, og hafa þau verið þar í að verða fimmtíu ár.

„Þá hét ég því að ég skyldi alltaf koma til Vestmannaeyja á goslokin, og ég hugsaði bara hvað get ég eiginlega gert til að þakka fyrir björgunina og þá hugsaði ég heyrðu, þú getur alveg spáð og þú verður bara að láta fólk vita að þú ert að gera þetta hér“ segir Sunna.

„Ég byrja klukkan tíu á morgnana og er að til sex í alveg þrjá daga. Ég þarf að undirbúa mig voða vel svona andlega séð því þetta er mikið álag á líkamann og það er alls konar fólk sem kemur til mín. Ég þarf að passa mína orku að það fari ekki inn fyrir og tæmi tankana. Þannig að ég þarf alltaf að biðja um verndun og mamma mín hún stendur alltaf við hliðina á mér, því hún er minn sjáandi.“

Skildi ekkert í því hvernig mamma sín sæi allt úr kaffislettunum

Foreldrar Sunnu voru þau Árni Hannesson frá Hvoli og Hulda Sæmundsdóttir frá Draumbæ. Sunna hefur verið sjáandi frá barnæsku og lærði af móður sinni að spá í bolla. „Móðir mín var alltaf að spá í bolla í gamla daga og systur hennar líka. Þær sátu saman heima á Brimhólabrautinni og ég skildi nú ekkert í þessu sem krakki hvernig hún sæi allt úr þessum kaffislettum“ segir Sunna.

„Mamma sagði alltaf trúðu bara á þitt innsæi og aldrei efast um það sem þú segir við fólk og ég hef alltaf látið það bara fylgja.“

Engin spákona sem notar jafnmörg spil

Sunna notast við fern spil til að spá fyrir fólki; rúnaspil, víkingaspil, sígaunaspil, og englaspil. „Það er engin spákona sem notar svona mörg spil eins og ég, en mér finnst bara gott að blanda þessu saman. Þetta er bara mín aðferð en það verður hver og einn að finna sína aðferð þegar kemur að þessari andlegu hlið, af því að maður þarf að gefa en maður verður líka að trúa og treysta og það þarf að vera trúnaðarsamband milli mín og sá sem kemur hér. Sem betur fer er þetta bara guðsgjöf.“

Sunna segist leiðbeiningar hafa fylgt öllum spilunum en að hún hafi fleygt þeim og að hún noti innsæið í staðinn. Oft geta komið upp erfið viðfangsefni, eins og dauðinn, og þá sérstaklega skal aðgát höfð í nærveru sálar. „Það er þessi hárfína lína sem þú mátt aldrei fara yfir.“

Hefur þú verið að spá mikið fyrir fólki fyrir utan á goslokum? „Já, ég fór einmitt svona út fyrir þægindarammann þegar þetta var komið svona meira og meira fyrir utan fjölskylduna og allt það. Mér var sagt að þú verður nú að fara að taka smá pening fyrir þetta, og ég hef nú alltaf verið þannig að ég vil ekki taka of mikið heldur bara að allir fái að njóta. En þá fór ég að vinna hjá Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri og ég hef unnið þar sjálfboðastarf líka og ég var formaður þarna líka innan félagsins. Ég hef líka verið að vinna hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands og á Sauðárkróki. Þar hef ég verið með bollanámskeið og þá hef ég verið að leiðbeina fólki hvernig á að spá í bolla. Þá hef ég verið að kenna táknin, en svo verður hver og einn að nota sitt innsæi, vegna þess að kannski sérð þú annað út úr þínu innsæi en ég. Þú verður að trúa á þitt innsæi.“

Stundum kölluð til í heimsóknir

Sunna kemur til með að vera kölluð til í heimsóknir til fólks í „hús þar sem hefur verið mikill pirringur eða áreiti. Fólk heldur kannski að þar séu illir andar og að þar þurfi að hreinsa til, og þá erum við kölluð til, þetta andlega fólk, og við erum að fara með reykelsi og við erum að biðja fyrir fólki.“

„Ég er líka með bænabók heima hjá mér, svolítið stór, og það er mikið af fólki sem hringir í mig og biður mig um að setja nafnið sitt í bókina. Síðan er ég með svona lækningateymi og við söfnumst og biðjum fyrir fólki. Biðjum að lækna þá sem eiga í hlut og svo erum við alltaf að senda ljósið, en ljósið hreinsar allt í kringum þig.“

Lét smíða stálrennibraut fyrir vikurinn

Sunna tók þátt í uppbyggingarstarfinu eftir gos en hún var flokkstjóri í unglingavinnunni og fékk það verkefni ásamt vinkonu sinni, Systu, að hreinsa Herjólfsdal. „Það var eiginlega besta og skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið, að hreinsa bæinn; þó hún væri ekki mikið launuð.“

„Það vildi enginn vera með þessum unglingum, þeir voru ægilega erfiðir en við ákváðum að taka þá. Við vorum 18 ára stelpurnar og fengum það verkefni að hreinsa vikurinn inn í dalnum, en hann var kominn alveg upp í grindverkið. Það fengu allir skóflu og við hófumst handa. Systa vinkona segir svo allt í einu við mig, heyrðu, Sunna, við verðum aldrei búin að þessu fyrir Þjóðhátíð. Þú ert svo hugmyndarík, láttu þér detta eitthvað í hug“ og Sunna gerði það og lét smíða járnrennu fyrir vikurinn. „Hún náði frá grindverkinu og alveg niður á veg og svo kom krabbabíllinn og tók draslið og fór bara með það. Loksins fóru hlutirnir að ganga og allir alveg hömuðust eins og enginn væri morgundagurinn.“

Hvað er það skemmtilegasta við að koma hingað á goslokum? „Ég fæ bara þessa auka orku. Þessa miklu orku sem ég sakna mjög mikið. Þá frá fólkinu, en líka staðnum og umhverfinu hérna“ segir Sunna að endingu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst