Fyrst karfi, síðan ýsa og þorskur
Vestmannaey Okt 22
Vestmannaey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum sl. sunnudag. Í morgun landaði skipið síðan nær fullfermi af ýsu og þorski. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er tekinn tali á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann fyrst spurður um hvernig karfatúrinn hefði gengið.

„Hann gekk býsna vel. Við fengum karfann að mestu í Skerjadýpinu og það gekk vel að veiða. Þetta var hinn fallegasti karfi sem fór beint í útflutning til Þýskalands og Frakklands. Við héldum til veiða á ný strax að löndun lokinni og þá var haldið austureftir. Við tókum eitt hol á Pétursey en síðan var farið á Papagrunn. Þar fengum við ýsu en fljótlega brældi og þá var haldið á Höfðann þar sem fékkst þorskur. Það voru ansi mikil stím í veiðiferðinni og þau eru tímafrek. Komið var til hafnar eldsnemma í morgun og hófst löndun klukkan sex. Við förum út á ný í kvöld og ég reikna með að þá verði farið í svipaðan túr og þann síðasta,” segir Birgir Þór.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.