Sigríður Lára búin að rifta samningi við ÍBV

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur rift samningi sínum við ÍBV en þetta staðfesti Kristinn Björgúlfsson hjá Leikmannasamtökum Íslands í samtali við Fótbolta.net.

Sigríður Lára er 25 ára miðjumaður en hún er uppalin hjá ÍBV og skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

„Hún var með uppsagnarákvæði í samningnum sem hún nýtti sér og ætlar að skoða sína möguleika,” segir Kristinn.

Sigríður Lára á 18 A-landsleiki en var ekki í hópnum sem lék gegn Lettum í vikunni.

ÍBV endaði í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en Andri Ólafsson tók nýlega við þjálfun liðsins af Jóni Óla Daníelssyni.

fotbolti.net greindi frá

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.