Það var líf og fjör í Ásgarði á sunnudaginn þegar hin árlega eldri borgara ferð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fór fram. Ferðin hófst með rútuferð um Vestmannaeyjar undir dyggri leiðsögn Arnars Sigurmundssonar þar sem var m.a. farið yfir merkar byggingar og sögulega staði í aldanna rás auk þess sem uppbyggingu og nýframkvæmdum í sveitarfélaginu voru gerð góð skil. Blíðskaparveður var úti og því var útsýni gott til allra átta. Að lokinni rútuferð var boðið upp á tónlistaratriði og veitingar í Ásgarði. Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum þakka kærlega þeim eldri borgurum sem tóku þátt í deginum með okkur en um er að ræða árlega hefð sem félagsmenn halda í heiðri með gleði og stolti.
Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst