Hinn árlegi Þjóðhátíðarleikur verður leikinn á Hásteinsvelli kl. 14:00 á morgun þegar ÍBV tekur á móti Njarðvík í lengjudeild karla.
ÍBV er í öðru sæti deildarinnar og er með Njarðvíkinga á hælum sér sem sitja í því þriðja.
„Við hefjum upphitun klukkutíma fyrir leik með grilli og gleði, og verður ÍBV borgarinn landsfrægi og stór ölsen á tilboði fram að leik“ segir í færslu á Facebook-síðu ÍBV.
Mikill fjöldi er kominn í bæinn og er búist við stríðum straumi gesta í allan dag með Herjólfi og flugi. Það stefnir því allt í metmætingu á Hásteinsvelli á morgun og eru gestir hvattir til að mæta og styðja ÍBV til sigurs í þessum mikilvæga leik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst