Sigurður Ingi Jóhannsson kynnt á opnum morgunfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í morgun drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Þar kynnti Sigurður meðal annars nýja heildarstefnu í almenningssamgöngum milli byggða á Íslandi. Almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild og boðið verði uppá eitt leiðarkerfi fyrir allt landið með bættu aðgengi. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða á Íslandi og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og hagkvæmari umferð um allt land á samkeppnishæfan máta.
Skoska leiðin á næsta ári
Sigurður Ingi boðaði einnig á fundinum að skoska leiðin í flugi kæmi til framkvæmda fyrir lok árs 2020. Það kemur til með að hafa mikil áhrif á flugfargjöld fyrir fólk á landsbyggðinni.
Ekkert kom fram á fundinum um framkvæmdir í Landeyjhöfn eða henni tengdar.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.