Hátíðarræða Þjóðhátíðar
6. ágúst, 2024
DSC 8545
Þór Í. Vilhjálmsson flytur ræðuna á Þjóðhátíðinni. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Á setningu Þjóðhátíðar er ávallt haldin hátíðarræða. Í ár flutti Þór Í. Vilhjálmsson fyrrverandi formaður ÍBV-íþróttafélags hátíðarræðuna. Ræðuna má lesa hér að neðan.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, góðir þjóðhátíðargestir.

Þeir sem stóðu að fyrstu Þjóðhátíðinni sem haldin var árið 1874 hafa eflaust ekki átt von á því að enn yrði haldin Þjóðhátið eftir 149 ár og hvað þá eftir 150 ár eins og sú Þjóðhátíð sem sett er hér í dag. Aðeins hafa fallið niður þrjár þjóðhátíðar síðan 1901 en þá var farið að halda þær árlega. Þetta var árið 1914 þegar fyrri heimsstyrjöldin geisaði og síðan árið 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Áður en íþróttafélögin Þór og Týr fóru að standa fyrir Þjóðhátið stóð kvenfélagið Líkn fyrir hátíðinni um tíma.

Þegar maður fer í gegnum hugann og rifjar upp Þjóðhátíð Vestmannaeyja kemur margt upp. Ég fór ungur að taka þátt í undirbúningi Þjóðhátíða, elti fyrst föður minn í dalinn en hann gegndi um tíma trúnaðarstörfum fyrir íþróttafélagið Þór og var meðal annars gjaldkeri félagsins. Svo liðu árin og á unglingsárum fór maður t.d. að safna í brennuna og koma að öðrum störfum. ​Mannvirkin í dalnum voru aldeilis með öðru sniði heldur en í dag, strigi var t.d. notaður til að klæða sölubúðirnar og spírur notaðar sem flaggstangir. Sviðið var sett þannig upp að á dagskránni sneri það að brekkunni undan Saltabergi en þegar dansleikurinn hófst var það opnað að danspallinum.

Þessu er aldeilis öðruvísi farið í dag og stærsta byltingin er að sjálfsögðu stóra sviðið sem var gert varanlegt þar sem skemmtikraftarnir koma fram og glæsileg aðstaða fyrir sölubúðirnar og þá var jafnframt gerð þar góð hreinlætisaðstaða. Þetta mun vera eina varanlega útisviðið á landinu enda er Þjóðhátíðin eina útihátíðin sem hefur staðist tímans tönn.  Þetta var umdeild framkvæmd á sínum tíma en í dag sjá allir að þetta hefur heppnast svo vel að þeir listamenn sem koma hér og skemmta eiga vart orð til að lýsa ánægju sinni með aðstöðuna. Eiga þeir félagar okkar sem stóðu fyrir þessari framkvæmd miklar og góðar þakkir fyrir.

Mér er enn minnisstætt  að þegar ég var unglingur var það skylda að taka vaktir í sölubúðunum fyrir sitt félag. Á eina vakt kom með mér til vinnu góður félagi minn og jafnaldri úr knattspyrnufélaginu Tý en þótt að það væri mikil keppni á milli Þórs og Týs voru við margir vinir utan vallar. Ég var settur í vinnu í pylsusjoppunni og var mjög mikið að gera þar. Þá var nýbúið að gefa út að mig minnir 500 kr seðil sem var stærsta myntin. Sá sem var gjaldkeri var stór og hraustur maður og þegar hann kemur til að létta á aurunum hjá okkur finnst honum heldur lítið vera um 500 kalla. Þá segir þessi vinur minn við gjaldkerann: “það er svo mikið að gera að við erum hættir að taka við peningum” við þessu brást gjaldkerinn eðlilega illa við og greip í hálsmálið á vini mínum og henti honum út úr pylsusölunni en ég gat að lokum leiðrétt þetta en við höfðum sett stærri myntina undir pappakassann sem var notaður sem peningakassi. Ég óskaði eftir þetta ekki eftir aðstoð Týrarans við sölu í sjoppunum.

Á þessum árum var klæðnaður gesta ekki eins skjólgóður og í dag og ég man eftir að á einni Þjóðhátíð þurftum við að bjarga gestum um húsaskjól vegna veðurs og fengum við afnot af verbúðunum hjá Vinnslustöðinni og fórum með þá gesti þangað sem þurftu aðstoð en það var ekki stór hópur. Ég minnist þess í aðdraganda Þjóðhátíðarinnar 1986 að ljóst var að hún yrði fjölmenn og stefndi í langstærstu þjóðhátíð sem haldin hafði verið.  Ég var þá formaður íþróttafélagsins Þórs og tók að mér að gegna framkvæmdastjórastöðu Þjóðhátíðarinnar og var jafnframt formaður þjóðhátíðarnefndar. Það var brugðist við fjölmenninu á ýmsan hátt.  t.d​. fengum við afnot af gömlu stýrishúsi af m.b Þórunni Sveinsdóttur sem hafði verið skipt út fyrir nýtt, fórum með það inn í dal og settum upp á brunnin þar sem vatn​spósturinn var og fengum Ragga Sjonna til að standa fyrir diskóteki en hugmyndin var að dreifa fólkinu þannig væri hægt að létta á mannmergðinni við danspallana.

Þá var okkur nokkuð brugðið þegar við fengum hringingu úr Reykjavík og var sagt að vélhjólafélagið Sniglarnir væru á leið til Eyja en á þessum tíma var umræðan um vélhjólagengi ekki jákvæð. En þegar á reyndi voru Sniglarnir okkur mikil hjálparhella því þar sem þeir tjölduðu sáu þeir um að þar væri allt fram með frið og spekt. Þegar ljóst var að  farþegaferjan Smyrill kæmi að farþegaflutningum til Eyja þá myndi ver​ða veruleg aukning á þjóðhátíðargestum. Þá settumst við í þjóðhátíðarnefnd niður með lögreglu og bæjaryfirvöldum og var þá í fyrsta sinn gerð áætlun hvernig skyldi bregðast við ef veður yrðu válynd og var m.a​. ákveðið að finna húsnæði til afnota fyrir þá gesti sem þyrftu. Var ákveðið að fá afnot af húsnæði því sem ​vélsmiðjan Völundur var í en það stóð autt á þessum tíma en ekki kom til þess að þurfa að nota húsnæðið. Í framhaldi var farið að skipuleggja hvernig skyldi bregðast við ef flytja þyrfti fólk í bæinn enda Þjóðhátíð​irnar orðnar miklu fjölmennari.

Það hefur verið gaman að fylgjast með þróun Þjóðhátíðar en hún hefur stækkað mikið og koma til okkar fleiri þúsund gestir,  oft sama fólkið ár eftir ár og hefur verið að aukast að saman komi fjölskyldur af fastalandinu til að taka þátt í hátíðinni og er það ánægjulegt. Við þessu hefur verið brugðist með ýmsum hætti til að auka öryggi gesta með öflugri gæslu og ýmsum viðbúnaði.  ÍBV​-íþróttafélag hefur innan sinna raða stóran hóp félaga sem hafa komið að Þjóðhátíð og kunna vel til verka, margir hafa komið að þessu í áraraðir. Án allra þessa félaga sem fórna sér í sjálfboðavinnu væri þetta óframkvæmalegt.

Þá er ánægjulegt að þrátt fyrir þá miklu breytingu sem hefur orðið á Þjóðhátíðinni hefur verið samkomulag að halda í heiðri hefðirnar eins og kostur er,  brennunni ,flugeldasýningunni , bjargsiginu og glæsilegu lýsingu sem verður þegar kveikt er á blysunum eftir ​Brekkusönginn á sunnudagskvöldinu. Mikill metnaður er lagður í að hafa skemmtidagskránna meiri en oft áður í tilefni 150 áranna og er gaman að sjá aftur bekkjabíl á ferðinni og eins bíð ég spenntur eftir því hver kveikir í brennunni en auðvita​ð stendur það alltaf upp úr að maður er og verður alltaf manns gaman Ég er stoltur af því að hafa átt stóran þátt í því að koma að stofnun ÍBV íþróttafélags ásamt mörgu góðu fólki og vera sýnt það traust að vera fyrsti formaður félagsins sem stofnað var við sameiningu Þórs og Týs en ég gegndi því starfi  í 6 ár.

Ég er ánægður að mitt fólk að hafa átt þátt í þessu starfi sem hefur gefið mér mikið og á marga góða vini sem eru félagar ÍBV. En​n og aftur sjáum við félagið og félaga þess lyfta grettistaki fyrir samfélagið okkar, það væri fátæklegt um að vera hér í ​Eyjum ef ekki væri haldið upp á Þrettánda​nn með þeim glæsibrag sem honum er sýndur​. Orkumótið fyrir unga drengi og T​M-mótið fyrir ungar stúlkur​ sem iðka knattspyrnu, sem og stórt handboltamót fyrir yngri kynslóðina um vetur að ég tali nú ekki um Þjóðhátíðina, en allir þessir viðburðir fylla bæinn okkar af þúsund​um gesta. Að þessum viðburðum koma hundruðir sjálfboðaliða. Ég vil að lokum óska gestum okkar og Eyjamönnum öllum gleðilegrar ​Þjóðhátíðar og þeir fari heim með góðar minningar af Þjóðhátíðinni 2024. Ég vil svo enda þessi orð mín á því að skora á viðstadda að hrópa ferfalt húrra fyrir þessu kröftuga félagi og félögum þess.

Takk fyrir​.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst