Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lágu fyrir drög að minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um fjölgun leikskólaplássa. Fræðsluráð fól framkvæmdastjóra að vinna erindi til bæjarráðs þar sem óskað er eftir því að annarri leikskóladeild verði komið upp við Kirkjugerði, sambærilegri þeirri sem var komið upp fyrr á árinu.
Fram kom að fyrirséð er að það þurfi að fjölga leikskólaplássum svo börn komist inn á leikskóla sem fyrst eftir 12 mánaða aldur. Eins og staðan er í dag og í haust eru skólarnir fullsetnir.
Bæjarráð tók jákvætt í beiðnina og fól framkvæmdastjórum fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs að fullvinna minnisblað og kanna tilboð í húseiningu og viðbótarrekstrarkostnað á henni fyrir næsta fund ráðsins í ágúst til ákvörðunartöku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst