Yfirlýsingar frá Kristni Guðmundssyni og Kristjáni Erni Kristjánssyni
Erlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson

Ég undirritaður vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla. Þar tjái ég mig opinskátt um dómarapar leiksins og þeirra framistöðu. Það er engum til hagsbóta í íþróttinni að slík orð séu látin falla. Ég skil ef slík orð geta verið meiðandi fyrir þá einstaklinga sem dæmdu leikinn, bak við hvern dómara og þjálfara eru manneskjur og það ber að virða.

Mistök eru til að læra af þeim og það ætla ég mér að gera. Eftir samtal við formann dómaranefndar hef ég einnig heyrt í dómurum leiksins og beðið þá afsökunar. Allir vorum við sammála um að horfa fram veginn.

Með handboltakveðju,
Kristinn Guðmundsson

 

Ég, undirritaður, harma að orð þau sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar, og kærð voru til aganefndar, hafi verið túlkuð á þann hátt að ég væri að vega að æru og starfsheiðri dómara leiksins. Það var alls ekki ætlun mín.

Ég geri mér grein fyrir því að ég kom fram af virðingarleysi við handboltann og dómarastéttina, og þarf að vanda orðaval mitt betur þannig að ekki fari á milli mála hvað ég meina í viðtölum.

Með handboltakveðju,
Kristján Örn Kristjánsson

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.