Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum.
Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími á flutning yfir í RAS-1 þar sem fóðrun hefst. Þar eru seiðin í aðrar tólf vikur þegar kemur að flutningi yfir í RAS-2 og það sama gildir um RAS-3.
Öll kerfin eru virk og komin í gagnið en RAS-2 er tómt og er verið að þrífa það og undirbúa undir næsta skammt sem kemur í september, en sá skammtur er núna í RAS-1. Þegar búið er að færa þann skammt, fer RAS-1 í hreinsun og bíður eftir nýjum lífmassa sem er núna í klakstöðinni. Þannig gengur þetta koll af kolli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst