Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið
Meðferð hrogna er vandasöm því ekkert má út af bera. Vinstra megin er Harry starfsmaður LAXEY, hægra megin er starfsmaður Benchmark Genetics sem framleiðir hrognin.

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum.

Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími á flutning yfir í RAS-1 þar sem fóðrun hefst. Þar eru seiðin í aðrar tólf vikur þegar kemur að flutningi yfir í RAS-2 og það sama gildir um RAS-3.

Öll kerfin eru virk og komin í gagnið en RAS-2 er tómt og er verið að þrífa það og undirbúa undir næsta skammt sem kemur í september, en sá skammtur er núna í RAS-1. Þegar búið er að færa þann skammt, fer RAS-1 í hreinsun og bíður eftir nýjum lífmassa sem er núna í klakstöðinni. Þannig gengur þetta koll af kolli.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.