Eyjafréttir á Íslensku sjávarútvegssýningunni
20. september, 2024
Sjavarutvegssyning 24 TMS 20240919 131111
Frá sýningunni, Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Fjórtánda Íslenska sjávarútvegssýningin stendur nú yfir í Smáranum  og er þetta sérstök afmælissýning enda eru nú fjörutíu ár síðan IceFish var fyrst haldin. Eyjafréttir eru á staðnum eins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum atvinnugreinarinnar.  

Á sýningunni má meðal annars sjá nýjustu tæki, búnað og þjónustu sem sjávarútveginum býðst, allt frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnar vöru. 

Fyrirtækjastefnumót verður í boði á sýningunni en þau hafa notið vinsælda á undanförnum sýningum og það er von okkar að árangurinn verið áfram góður. Þátttakendur hafa myndað ný og öflug viðskiptatengsl og kannað ný markaðstækifæri. Á síðustu sýningum hafa að meðaltali yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum tekið þátt á yfir hundrað fundum. 

Nánari upplýsingar á vef EEN á Íslandi 

20240919 141427

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst