Vel heppnuð uppskeruhátíð Sumarlesturs
Starfsfólk í stuði. Sóley Linda, Kári og Zindri í efri röð. Fyrir neðan eru Kristín Erna, Drífa Þöll og Bertha.

„Við áætlum að um 100 manns hafi mætt og gert með okkur glaðan dag. Bergrún Íris barnabókarithöfundur og teiknari var með skemmtilegt erindi,“ segir á Fésbókarsíðu Bókasafnsins um vel heppnaða uppskeruhátíð Sumarlestursins s.l. laugardag.

„Við vorum með happdrætti úr miðum fyrir hverja lesna bók í sumar, hægt var að fá ofurhetjumyndir af sér, sækja glaðning fyrir þátttökuna í sumarlestrinum og ofurhetjuperl og föndur var líka í boði. Við enduðum svo á því að gæða okkur á grilluðum pylsum og safa. Þau sem ekki komust og eiga eftir að fá glaðning geta sótt hann til okkar á bókasafnið.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna! Þetta væri ekki hægt án þátttöku ykkar og barnanna. Við erum strax farin að hlakka til næsta Sumarlesturs.“

 

Bergrún Íris barnabókarithöfundur og teiknari var með skemmtilegt erindi. Myndir Bókasafn.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.