Á ráðstefnunni UTÍS var fjallað um þróunarverkefnið ,,ferðalag um íslenkst skólakerfi”. Þróunarverkefni leikskólans Kirkjugerði er á lista yfir bestu 20 verkefnin.
Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Utís sé árleg ráðstefna um nýsköpun og stefnumörkun í íslensku skólastarfi, einkum í sambandi við upplýsingatækni, og er ætlað kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki á öllum skólastigum. Hún er skipulögð af Ingva Hrannari Ómarssyni og er haldin annaðhvert ár á Sauðárkróki og annaðhvert á netinu.
Þessi umfjöllun um þróunarverkefni heitir ferðalag um íslenskt skólakerfi. Rúmlega 70 verkefni voru tilnefnd og að mati dómnefndar var þróunarverkefni Kirkjugerðis um floorbooks eitt af tuttugustu bestu verkefnunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst