Leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Vestmannaeyja.
Dýrin í Hálsaskógi er einstaklega skemmtileg saga og eitt þekktasta barnaleikrit sögunnar þar sem Lilli klifurmús, Mikki refur, Hérastubbur bakari ásamt fleirum fara á kostum. Fyrstu sýningar fara fram um næstkomandi helgi, dagana 25.-27. október.
Uppselt er á sýningarnar þann 25. og 27. október, en miðar eru fáanlegir á laugardags sýninguna þann 26. október.
Miðaverð er 4.200 kr.
Ljósmyndari: Sverrir Jóhannsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst