ÍBV fær markaskorara frá Leikni
Omar Sowe Mynd Ibvsport
Omar Sowe handsalar hér samninginn við Þorlák Árnason nýráðinn þjálfara ÍBV. Ljósmynd/ibvsport.is

Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hann kemur til liðs við félagið frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil.

Í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að Omar sé 24 ára framherji frá Gambíu. Hann skoraði 25 deildarmörk í 41 leik fyrir Leikni á tveimur síðustu leiktíðum. Omar kom fyrst til Íslands árið 2022 og lék með Breiðabliki þar sem hann skoraði fjögur mörk í 20 leikjum.

Omar var á mála hjá NY Red Bulls í töluverðan tíma þar sem hann lék með varaliði félagsins og U23 ára liði þeirra en auk þess lék hann einn leik með aðalliði félagsins í MLS deildinni 2021-22. Knattspyrnuráð bindur miklar vonir við það að koma leikmannsins til ÍBV verði til þess að hjálpa liðinu til að ná markmiðum sínum á næstu árum.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.