Flokkur fólksins hefur mesta fylgið í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun Gallup sem RÚV greindi frá fyrr í dag. Eyjafréttir hefur fengið gögn frá RÚV um mælingar niður á kjördæmin og þar kemur í ljós að 18,8% kjósenda í Suðurkjördæmi hyggjast kjósa Flokk fólksins.
Næstur á eftir honum er Sjálfstæðisflokkurinn með 18,1%. Með þriðja mesta fylgið mælist svo Samfylkingin með 16%. Þessir þrír flokkar fengju allir tvo þingmenn. Viðreisn mælist með 13,9%, Miðflokkurinn er með 13,3% og Framsókn er með 8,8%. Þessir þrír flokkar eru samkvæmt þessu með einn mann inni hver.
Sósíalistar mælast með 4,1%, Lýðræðisflokkurinn 2,5% og VG er með 2,4%. Píratar eru með slétt 2%. Könnunin var gerð dagana 1. – 14. nóvember og liggja 308 svör að baki í Suðurkjördæmi.
Nánar má lesa um könnunina á landsvísu hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst