Minntust þeirra sem látist hafa í umferðinni
18. nóvember, 2024
Minningastund um fórnarlönd umferðaslysa
Við kirkjugarðshliðið. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Í gær var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum og beðið fyrir þeim sem slasast hafa. Viðbragsaðilar mættu í messuna. Í gærkvöld mættu viðbragðsaðilar frá Björgunarfélaginu, sjúkraliðinu og lögreglu ásamt séra Guðmundi Erni. Einnig voru nokkrir aðilar sem mættu þrátt fyrir ískaldan sunnudag. Falleg stund við hlið kirkjugarðsins þar sem kveikt var á kertum til að minnast fórnarlamba umferðarslysa. Þetta er í fjórtánda sinn sem minningardagurinn er haldinn á Íslandi.

Í ár var kastljósinu beint að hættunni sem getur skapast á að sofna eða dotta undir stýri vegna þreytu ökumanna. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þ.m.t. banaslys, sem rakin eru beint til þess. Gögn frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu sýna að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Alvarleg slys vegna svefns og þreytu undir stýri voru sérstaklega mörg í fyrra, 21 alvarlegt slys og eitt banaslys. Svefn og þreyta var því orsök í rúmlega 9% skráðra tilvika um alvarleg slys eða banaslys.

Táknrænar minningarstundir voru haldnar hringinn í kringum landið af þessu tilefni. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með minningarstundinni í Eyjum í gegnum linsuna og má sjá fleiri myndir neðst í þessari frétt.

Svefn og þreyta valda mörgum banaslysum

Þreyta er stórhættulegt ástand við akstur. Til að fyrirbyggja syfju og þreytu ökumanns er gott að við höfum eftirfarandi í huga:

  • Gætum þess að vera vel úthvíld áður en lagt er af stað.
  • Stoppum reglulega, teygjum úr okkur, hvílum okkur aðeins.
  • Gætum þess að nærast vel og drekka nægan vökva.
  • Skiptumst á að keyra.
  • Pössum að ekki sé of heitt í bílnum.
  • Farþegar í bílnum skilji ekki ökumanninn eftir einan vakandi.

Ef allt þetta þrýtur þ.e. ef syfja og þreyta nær yfirhöndinni skal:

  • Hætta akstri.
  • Finna sér öruggan stað til að leggja sig – þótt ekki nema í 15 mínútur.

Tölfræði um fjölda látinna í umferðinni

Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1.624 látist í umferðinni á Íslandi (til og með 15. nóvember 2024). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Það sem af er þessu ári (2024) hafa 13 einstaklingar látið lífið í umferðinni hér á landi. Það er fimm fleiri en allt árið 2023 þegar 8 einstaklingar létust. Árið 2022 létust 9 einstaklingar.

Undanfarin tíu ár (2014-2023) létust að meðaltali 11,2 í umferðinni á hverju ári. Tíu ár þar á undan (2004-2013) létust að meðaltali 16,1 á ári í umferðinni hér á landi.

  • 2014-2023 var meðaltal fjölda látinna í umferðinni 11,2 á ári.
  • 2004-2013 var meðaltal fjölda látinna í umferðinni 16,1 á ári.
  • 1994-2003 var meðaltal fjölda látinna í umferðinni 21,7 á ári.
  • 1984-1993 var meðaltal fjölda látinna í umferðinni 24,5 á ári.
  • 1974-1983 var meðaltal fjölda látinna í umferðinni 25,4 á ári.

Látnir og alvarlega slasaðir vegna svefns undir stýri

Alvarleg slys og banaslys vegna svefns og þreytu undir stýri voru sérstaklega mörg í fyrra. Alls varð eitt banaslys og 21 slasaðist alvarlega vegna slysa sem reka mátti til svefns. Því til viðbótar varð annað banaslys þar sem líklegt er talið að ökumaður hafi sofnað en það var ekki hægt að staðfesta. Meðfylgjandi mynd sýnir tölur úr slysaskrá Samgöngustofu.

Látnir og alvarlega slasaðir vegna svefns undir stýri

Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst